Pierce fór á kostum með Boston

Pau Gasol náði þrefaldri tvennu í fimmta sinn á ferlinum …
Pau Gasol náði þrefaldri tvennu í fimmta sinn á ferlinum í NBA í nótt gegn Golden State. Harry How

Paul Pierce átti stórleik með Boston í nótt þegar liðið lagði Orlando á heimavelli, 102:98, í NBA-deildinni í körfuknattleik. Hann skoraði 29 stig og átti 14 stoðsendingar en skoraði auk þess úr 11 af 12 vítaskotum sínum í leiknum.

Þar með hefur Boston tryggt sér sigurinn í Atlantshafsriðli Austurdeildar. New york getur að vísu náð sama vinningshlutfalli en Boston stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum liðanna. Auk Pierce átti Avery Bradley góðan leik og skoraði 23 stig og Brandon Bass 21. Glen Davis var með 27 stig fyrir Orlando og Jameer Nelson 19 stig auk níu stoðsendinga.

Enn sigur á ógæfuhliðina hjá Charlotte. Liðið tapaði í nótt 18. leiknum í röð í deildinni sem er deildarmet. Að þessu sinni voru það Richald Hamilton og félagar í Chicago sem  unnu stóran sigur á liði Michaels Jordans, 100:68. Hamilton skoraði 22 stig á þeim 24 mínútum sem hann spilaði. Chicago er á góðri leið með að vinna Austurdeildina.

Pau Gasol náði svokallaðri þrefaldri tvennu í fimmta sinn á NBA ferlinum í nótt þegar hann skoraði 22 stig, tók 11 fráköst og átti 11 stoðsendingar er LA Lakers vann Golden State á útivelli, 99:87. Hann var þó ekki ekki stigahæstur liðsmanna Lakersliðsins því Andrew Byrum skoraði 31 stig og tók 11 fráköst. Þetta var sjöundi leikur LA Lakers án Kobe Bryant.

James Harden fór á kostum með Oklahoma og skoraði 40 stig í sigurleik á Phoenix, 109:97, á útivelli en Phoenix er á barmi þess að komast í úrslitakeppnina en Oklahoma er í góðum málum í þeim efnum. Kevin Durant skoraði 29 stig. Jared Dudley var með 21 stig fyrir Phoenix.

Alls voru 14 leikir á dagskrá NBA-deildarinnar í gærkvöldi og í nótt. Úrslit þeirra voru sem hér segir:

Washington - Milwaukee 121:112
Cleveland - Philadelphia 87:103
Atlanta - Detroit 116:84
Boston - Orlando 102:98
Dallas - Houston 117:110
Phoenix - Oklahoma 97:109
Portland - Utah 91:112
Charlotte - Chicago 68:100
New Jersey - New York 95:104
Miami - Toronto 96:72
Memphis - New Orleans 103:91
Denver - LA Clippers 98:104
Sacramento - San Antonio 102:127
Golden State - LA Lakers 87:99

Hvert lið á nú aðeins 3-6 leiki eftir í deildakeppninni en þar spila liðin bara 66 leiki í ár vegna verkbannsins í haust.

Staðan í Austurdeild:

Chicago 47/15
Miami 44/17
Indiana 40/22
Boston 37/26
Atlanta 37/25
Orlando 36/26
New York 33/29
Philadelphia 32/30
Milwaukee 29/32
Detroit 23/39
New Jersey 22/41
Toronto 22/41
Cleveland 20/41
Washington 16/46
Charlotte 7/54

Chicago, Miami, Indiana, Boston, Atlanta og Orlando eru komin áfram og Chicago, Miami og Boston hafa unnið sína riðla. New York, Philadelphia og Milwaukee slást um tvö síðustu sætin í úrslitakeppninni.

Staðan í Vesturdeild:

San Antonio 45/16
Oklahoma City 45/17
LA Lakers 40/23
LA Clippers 39/23
Memphis 37/25
Dallas 35/28
Denver 34/28
Utah 33/30
Phoenix 32/30
Houston 32/30
Portland 28/35
Minnesota 25/38
Golden State 22/39
Sacramento 20/42
New Orleans 19/43

San Antonio, Oklahoma, Lakers, Clippers og Memphis eru komin áfram og San Antonio og Oklahoma hafa unnið sína riðla. Dallas, Denver, Utah, Phoenix og Houston berjast um þrjú síðustu sætin í úrslitakeppninni.

James Harden hefur leikið afar vel með Oklahoma á leiktíðinni.
James Harden hefur leikið afar vel með Oklahoma á leiktíðinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert