Lakers lá í Denver

Andre Miller og Steve Nash í baráttu um boltann í …
Andre Miller og Steve Nash í baráttu um boltann í viðureign Denver og LA Lakers í nótt. AFP

Eftir þrjá sigurleiki í röð tapaði Los Angeles Lakers fyrir Denver, 119:108, í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt.

Wilson Chandler var stigahæstur í liði Denver með 23 stig og Ty Lawson var með 22. Kobe Bryant var eins og oft áður stigahæstur í liði Lakers en hann skoraði 29 stig, átti 9 stoðsendingar og tók 6 fráköst. Dwight Howard skoraði 15 stig fyrir Lakers og tók 14 fráköst en nýting hans á vítalínunni var afar slök. Howard setti aðeins niður 3 af 14 vítaskotum sínum.

Boston hafði betur gegn Utah Jazz í Salt Lake City, 110:107. Paul Pierce skoraði 26 stig fyrir Boston, tók 7 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Næstur kom Avery Bradley með 18 stig og Kevin Garnett skoraði 13. Gordon Hayward var atkvæðamestur í liði Utah með 26 stig en þetta var aðeins þriðji ósigur Utah á heimavelli á leiktíðinni.

Úrslitin í nótt:

Denver - LA Lakers 119:109
Utah - Boston 107:110
Toronto - Washington 84:90
Detroit - Atlanta 103:114

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert