Hádegisæfingin skilaði sér í lykilskotum Darra

Brynjar Þór Björnsson KR-ingur reynir að komast framhjá vörn Grindavíkur.
Brynjar Þór Björnsson KR-ingur reynir að komast framhjá vörn Grindavíkur. mbl.is/Ómar

„Ég mætti hingað í hádeginu með Brynjari og Martini þar sem við skutum okkur aðeins í gang. Maður náði aðeins að fínpússa skotið sitt svo maður væri strax heitur í þessum leik. Maður fær bara nokkur opin skot í svona leik og verður að setja þau niður,“ sagði Darri Hilmarsson eftir sigur KR á Grindavík í fyrsta leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í gærkvöld.

„Það er aðeins einn Darri Hilmars,“ söng stuðningssveit KR-inga hástöfum í leiknum. Mikilvægi Darra er óumdeilt en ekki alltaf eins greinilegt á tölfræðiskýrslum og í gær. Þá skoraði „refurinn“, eins og Pavel Ermolinskij kallaði hann í viðtali eftir leik, úr fimm fyrstu þriggja stiga skotum sínum. Á meðan skotnýting manna á borð við Pavel og Brynjar Þór Björnsson var gjörsamlega afleit lék Darri við hvurn sinn fingur og var á vissan hátt lykillinn að 9 stiga sigri KR-inga, 93:84.

Sjá nánar umfjöllun um leikinn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert