Á toppnum sem körfuboltamaður

Jón Arnór Stefánsson í landsleik.
Jón Arnór Stefánsson í landsleik. mbl.is/Kristinn

Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Þórs í Þorlákshöfn í körfuknattleik og „körfuboltagúrú“ með meiru, er mjög ánægður fyrir hönd landsliðsmannsins Jóns Arnórs Stefánssonar sem í gær var kynntur til sögunnar sem nýr liðsmaður spænska úrvalsdeildarliðsins Unicaja Málaga.

„Mér finnst þetta frábært skref sem Jón Arnór er að taka. Hann er kominn aftur í Meistaradeildina og þessi skipti hans til eins af bestu liðunum á Spáni sýna vel hversu virtur hann er. Það er engin spurning að hann er að taka skref upp á við á sínum ferli. Málaga er að fá Jón til að fylla skarð leikmanns sem var að fara í NBA-deildina og þegar menn eru fengnir til að fylla þannig skarð reyna þeir að ná í alvöruleikmann. Félagið talaði um að það þyrfti að fá góðan varnarmann og duglegan leikmann sem gæti skotið fyrir utan og þetta er bara lýsing á Jóni,“ sagði Benedikt við Morgunblaðið í gær en hann hefur lengi fylgst með Jóni Arnóri og þjálfaði hann um tíma.

Nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert