Höfðum einn leikhluta til að halda okkur á lífi

Kári Jónsson leikmaður Hauka var vígreifur eftir að Haukamenn höfðu tryggt sér oddaleik í seríu þeirra gegn Keflavík.  Kári var líkast til ekki einu sinni hugmynd þegar Haukar skópu síðast sigur í úrslitakeppnisleik í Keflavík en það var fyrir 27 árum.

Kári sagði fortíðina ekki vera að flækjast fyrir þeim og að þeir ætluðu sér ekkert annað en sigur þegar á Ásvelli er komið næstkomandi fimmtudag.

„Við höfum einn leikhluta til þess að halda okkur á lífi. Annars værum við að fara í sumarfrí. Við þurftum að gefa allt í þetta og náðum að gera það,“ sagði Kári Jónsson meðal annars en nánar er rætt við hann í ofanverðu myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert