„Skemmtileg pressa“

Haukur Helgi Pálsson verður í lykihlutverki hjá íslenska landsliðinu í Berlín. Hann spilar án félags í mótinu eftir að hafa spilað í Bandaríkjunum, á Spáni og í Svíþjóð. Sýni Haukur sínar bestu hliðar í Berlín ættu honum að bjóðast fínir valkostir í framhaldinu enda býr mikið í honum sem körfuboltamanni. 

„Þetta er stærsta svið sem ég hef farið á og mikill gluggi ef vel gengur. Ef maður stendur sig vel veit maður aldrei hvað getur komið upp,“ sagði Haukur og hann sagði spennuna vegna EM vera farna að segja til sín. 

„Þar sem maður er að spila fyrir landsliðið fylgir þessu önnur pressa en skemmtilega pressa,“ sagði Haukur meðal annars þegar mbl.is ræddi við hann í dag. 

Viðtalið við Hauk má sjá í meðfylgjandi myndskeiði

Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert