Sigurinn á Rússum einn sá stærsti í sögunni

Pétur Rúnar Birgisson með boltann í leiknum gegn Rússum.
Pétur Rúnar Birgisson með boltann í leiknum gegn Rússum. Ljósmynd/fiba.com

Ísland hefur náð athyglisverðum úrslitum á EM U-20 ára karlaliða í körfuknattleik í Grikklandi. Ísland hefur unnið fyrstu tvo af þremur leikjum sínum í B-deildinni. Stóru tíðindin eru þau að íslenska liðið vann lið Rússa 71:65 sem verið hafa stórveldi í körfuboltanum.

Ísland fylgdi sigrinum eftir með sigri á Eistum í næsta leik 75:72 en hafði tapað fyrsta leiknum fyrir Hvíta-Rússlandi 70:73. Á morgun leikur liðið við Pólverja og þá skýrist hvort það komist áfram úr riðlinum og í átta liða úrslit keppninnar.

Morgunblaðið spurði tvo þjálfara sem vel þekkja til, Einar Árna Jóhannsson og Friðrik Inga Rúnarsson, hvort ekki væri um nokkur tíðindi að ræða þegar Ísland vinnur Rússland á körfuboltavellinum? „Jú þetta eru stórar fréttir. B-deildin í U-20 er gríðarlega sterk að þessu sinni. Þar er ekki bara Rússland heldur einnig Grikkland, Króatía, Svartfjallaland og Pólland, þjóðir sem eru yfirleitt í A-deild enda miklar körfuboltaþjóðir,“ sagði Einar Árni við Morgunblaðið en hann þjálfaði leikmennina sem um ræðir í U-18 ára landsliðinu.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert