Líklega lengur í Svíþjóð

Hlynur Bæringsson brýst framhjá mótherja.
Hlynur Bæringsson brýst framhjá mótherja. AFP

Mestar líkur eru á því að landsliðsfyrirliðinn í körfubolta, Hlynur Bæringsson, leiki áfram í Svíþjóð á næsta keppnistímabili. Hlynur lenti í þeirri óskemmtilegu stöðu síðasta vor að lið hans til sex ára, Sundsvall Dragons, varð gjaldþrota.

Miðherjinn þarf því að finna sér nýtt lið og tjáði Morgunblaðinu að hann hefði ekkert gert í því að leita sér að liði utan Svíþjóðar.

„Ég hef athugað hvað ég get fengið í Svíþjóð en ég er ennþá að spá í þetta. Ég hef ekkert reynt að selja mig annars staðar í Evrópu og er ekkert að sækjast eftir því. Ég fékk fyrirspurnir annars staðar á Norðurlöndunum eins og til dæmis frá Finnlandi og Danmörku. Ég útiloka ekkert en ég tel mig ekki vera í þeirri stöðu að geta fengið eitthvað virkilega spennandi tilboð úr sterkustu deildunum. Þess vegna má reikna með því að ég verði einhvers staðar á Norðurlöndunum,“ sagði Hlynur.

Sjá viðtal við Hlyn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert