Jón Arnór bikarmeistari í tveimur löndum

Jón Arnór Stefánsson með boltann í leiknum í gær.
Jón Arnór Stefánsson með boltann í leiknum í gær. mbl.is/Golli

Jón Arnór Stefánsson sigraði í gær í fyrsta skipti í bikarkeppni KKÍ í meistaraflokki en Jón hefur spilað langstærstan hluta síns ferils erlendis. 

Jón fór einnig í bikarúrslit með KR 2002 og 2009 en tapaði. Tímabilið í vetur er hans fyrsta hér heima frá því 2009 og hann var valinn maður leiksins í úrslitaleiknum í gær þegar KR vann Þór 78:71. 

Jón hefur áður orðið bikarmeistari en það var á Ítalíu árið 2006 og þá varð hann ítalskur bikarmeistari með Napoli. 

Sigurður Þorvaldsson samherji Jóns hjá KR varð í gær bikarmeistari með þriðja liðinu hérlendis. Áður hafði hann unnið bikarinn með ÍR og Snæfelli. 

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur sem lagði Skallagrím að velli í úrslitaleik í gær, hefur stýrt þremur liðum til sigurs í kvennaflokk í bikarkeppni KKÍ: Keflavík, Grindavík og Njarðvík. 

Erna Hákonardóttir og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir, leikmenn Keflavíkur, höfðu áður orðið bikarmeistarar með Njarðvík. 

Þjálfaraferill Sverris Þórs Sverrissonar er merkilegur.
Þjálfaraferill Sverris Þórs Sverrissonar er merkilegur. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert