Langt frá því sem við stöndum fyrir

Varnarleikurinn var efstur í huga Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara Þórs frá Þorlákshöfn, eða þó kannski meira skortur á varnarleik hans manna eftir tap fyrir Grindavík 100:92 í þriðja leik liðanna í einvíginu í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik.

Þórsarar, sem hafa verið rómaðir í vetur fyrir varnarleik sinn, hafa nú tvo leiki í röð í Grindavíkinni fengið á sig 100 stig. Eitthvað sem Einar er alls ekki hrifinn af. 

Einar sagði sína menn hafa talað um þetta í hálfleik og þrátt fyrir að hafa fengið á sig 50 stig þar væru þeir nú í ágætismálum því þeir skoruðu jú 48 stig. Einar sagði að þrátt fyrir 92 stig vildi hann sjá meira frá heild liðs síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert