Mikil óvirðing í garð félagsins

Tavelyn Tillman, bandaríski leikmaðurinn í liði Skallagríms, var án efa maður leiksins í kvöld þegar Skallagrímur sigraði Keflavík, 70:68, á útivelli í fyrsta undanúrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik.

Tillman tók öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og að lokum leiddi hún sínar stúlkur til sigurs með því að skora 33 stig og Keflavík átti fá svör gegn henni. 

Tillman sagði í viðtali við mbl.is það hálfgerða óvirðingu við sitt lið að einvíginu hefði verið spáð af ýmsum „spekingum“ 3:0 fyrir Keflavík. Hún sagði liðin jöfn og trúði því að þetta yrði 5 leikja sería.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert