Skrattinn hittir ömmu sína

KR-ingurinn Brynjar Björnsson sækir að vörn Grindvíkinga en til varnar …
KR-ingurinn Brynjar Björnsson sækir að vörn Grindvíkinga en til varnar er Ólafur Ólafsson. mbl.is/Golli

Úrslitarimmurnar um Íslandsmeistaratitlana í körfuknattleik hefjast hjá báðum kynjum í kvöld. Morgunblaðið fékk tvo kunna þjálfara úr Dominos-deildunum til að ræða um rimmurnar sem framundan eru.

Í kvennaflokki mætast Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára úr Snæfelli, og bikarmeistararnir í Keflavík. Liðin áttu reyndar að spila í gærkvöldi en leiknum var frestað vegna veðurs.

Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, segir úrslitarimmuna vera áhugaverða því leikstíll liðanna sé svipaður. Hann segist vera hrifinn af báðum liðunum og spáir því að oddaleik þurfi til að fá fram úrslit.

„Ég er rosalega hrifinn af báðum þessum liðum. Þau eru öflug í vörn og treysta töluvert á hraðaupphlaup og að nýta sér opnar stöður. Hólmararnir eru reyndir og með mjög góðan Kana (Aaryn Ellenberg). Systurnar (Berglind og Gunnhildur Gunnarsdætur) eru öflugar á vængjunum. Leikmenn Snæfells spila fast og af ákefð og fá oft á tíðum auðveldar körfur. Málið er að Keflavík gerir þetta líka en á annan hátt. Keflavík er með ungar og sprækar stelpur sem setja pressu á boltann um allan völl. Þær eru duglegar og mikil orka í þeim. Ég myndi segja að breiddin væri aðeins meiri hjá Keflavík, alla vega notar Keflavík fleiri skiptingar en Snæfell. Leikmenn Snæfells eru kannski klókari og eru snjallar í hraðaupphlaupum,“ sagði Pétur og ákvað að skjóta á úrslit þótt hann segi erfitt að sjá fyrir sér hvort liðið muni vinna.

Ofboðslegt sjálfstraust

Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, kynntist liðum KR og Grindavíkur vel í vetur. KR vann Þór í bikarúrslitum og Grindavík sló Þór út eftir jafna rimmu í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins. Einar segir KR geta tapað leikjum en segist ekki sjá fyrir sér að liðið tapi þremur leikjum á þessum tímapunkti.

„Stóri styrkleiki Grindavíkur að mínu viti er það ofboðslega sjálfstraust sem leikur um þá um þessar mundir. Í fimm af síðustu sex leikjum hafa þeir verið frábærir. En þeir mæta langsterkasta liði landsins. Liði sem var lengi að finna taktinn og einhvern neista. Ég tek hatt minn ofan fyrir Keflavíkurliðinu í leikjunum gegn KR en þar sýndu KR-ingar hversu sterkir þeir eru. Ég ætla ekki að segja að KR vinni 3:0 en ef ég á að kasta tölu á þetta segi ég 3:1,“ sagði Einar Árni.

Sjá allt viðtalið við þjálfaranna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert