Fleiri möguleikar gegn villtari mönnum

Hlynur Bæringsson í leik gegn Grikkjum á EM.
Hlynur Bæringsson í leik gegn Grikkjum á EM. Ljómynd/Skúli B. Sigurðsson

„Við erum bara spenntir að koma heim og spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson í samtali við Morgunblaðið eftir æfingu íslenska landsliðsins í körfuknattleik í Laugardalshöll í gær.

Ísland mætir Búlgaríu í öðrum leik sínum í undankeppni heimsmeistaramótsins í Höllinni í kvöld, en fyrsti leikurinn í riðlinum tapaðist gegn Tékkum ytra á föstudag.

„Mér finnst Búlgarar vera kannski með aðeins villtari leikmenn, þeir hafa tvo eða þrjá skorara sem láta bara vaða og bera uppi sóknina. En annars held ég að liðin séu nokkuð áþekk,“ sagði Hlynur, en leikurinn gegn Tékkum tapaðist 89:69 eftir jafnan leik framan af. Hlynur telur að hægt sé að byggja á mörgu frá þeim leik.

„Við fengum mikið af góðum skotum og þrátt fyrir að vera undir í síðari hálfleik fengum við mörg tækifæri til að koma okkur í góða stöðu. Við misstum bara of mörg fráköst sem var erfitt, en annars var vörnin nokkuð góð. Það var helst að við misstum of mörg skot,“ sagði Hlynur. En íslenska liðið hefur nokkuð gegn Búlgaríu í kvöld sem var ekki gegn Tékkum; Bárðdælinginn hávaxna Tryggva Snæ Hlinason og hann breytir miklu.

Sjá allt viðtalið við Hlyn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert