Gylfi mættur í Skagafjörðinn

Gylfi Þór Sigurðsson í stúkunni í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson í stúkunni í kvöld. Ljósmynd/Jóhann Helgi Sigmarsson

Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal áhorfenda á öðrum leik Tindastóls og Vals í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta.

Gylfi hefur greinilega mikinn áhuga á einvíginu, því hann var einnig á fyrsta leik á Hlíðarenda á laugardaginn var.

Var um að ræða fyrsta skipti sem Gylfi Þór sást opinberlega á Íslandi í fyrri leiknum, en hann kom hingað til lands 20. apríl síðastliðinn, eftir að hafa verið í farbanni á Englandi í tæp tvö ár.

Samn­ing­ur hans við Everton rann út síðasta sum­ar og Gylfi hef­ur því verið án fé­lags síðan en hann var sett­ur til hliðar hjá fé­lag­inu þegar að hann var hand­tek­inn.

Gylfi Þór lék 318 leiki í ensku úr­vals­deild­inni þar sem hann skoraði 67 mörk og þá á hann að baki 78 A-lands­leiki fyr­ir Ísland þar sem hann hef­ur skorað 25 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert