KR aftur í úrvalsdeild

KR-ingar fagna eftir að sigur í 1. deild og sætið …
KR-ingar fagna eftir að sigur í 1. deild og sætið í úrvalsdeild var í höfn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

KR tryggði sér í kvöld sigur í 1. deild karla í körfuknattleik og þar með sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili með því að leggja Ármann örugglega að velli, 90:61, í Laugardalshöllinni.

KR var með yfirhöndina allan tímann og leiddi með 13 stigum, 40:27 í hálfleik.

Í síðari hálfleik reyndist eftirleikurinn auðveldur og KR vann að lokum þægilegan 29 stiga sigur.

Stigahæstur í leiknum var Nimrod Hilliard með 24 stig fyrir KR, þar af 19 í fyrri hálfleik.

Friðrik Anton Jónsson bætti við 14 stigum og 11 fráköstum.

Stigahæstur hjá Ármanni var Alfonso Birgir Gomez Söruson með 11 stig og fimm fráköst.

Adama Darboe í baráttunni í kvöld.
Adama Darboe í baráttunni í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta lið berjast um eitt sæti

Liðin í 2. – 9. sæti fara í umspil um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni til viðbótar. Kom það í hlut ÍR, Fjölnis, Sindra, Þórs frá Akureyri, Skallagríms, Þróttar úr Vogum, ÍA og Selfoss.

Hrunamenn falla niður í 2. deild.

Úrslit kvöldsins:

Ármann – KR 61:90

ÍR – Hrunamenn 94:72

ÍA – Selfoss 94:87

Fjölnir – Þróttur V. 91:74

Snæfell – Sindri 48:99

Þór Ak. – Skallagrímur 86:79

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert