Stórliðið fyrst áfram

Jayson Tatum og Al Horford leika til úrslita vestanmegin.
Jayson Tatum og Al Horford leika til úrslita vestanmegin. AFP/Adam Glanzman

Boston Celtics er komið í úrslitaeinvígi Austurdeildar í bandarísku NBA-deild karla í körfubolta eftir sigur á Cleveland Cavaliers, 113:98, í Boston í nótt. 

Boston vinnur þar með einvígið 4:1 og mætir annaðhvort New York Knicks eða Indiana Pacers í úrslitum Austurdeildarinnar. Þar er staðan 3:2 fyrir New York. 

Jayson Tatum hefur leikið mjög vel fyrir Boston í einvíginu og hélt hann uppteknum hætti áfram með 25 stig, tíu fráköst og níu stoðsendingar. 

Hjá Cleveland skoraði Evan Mobley 33 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert