ÍR féll úr Landsbankadeild kvenna

ÍR féll úr Landsbankadeild kvenna í kvöld eftir ársveru á meðal þeirra bestu en liðið tapaði 5:1 á útivelli gegn Þór/KA. Aðeins eitt lið fellur úr Landsbankadeildinni að þessu sinni en HK/Víkingur og Afturelding koma upp úr 1. deild. Fjölnir tapaði 2:5 gegn Breiðablik og Fylkir kom á óvart með 3:0-sigri gegn Keflavík.

Fjölnir - Breiðablik 2:5

Rúna Sif Stefánsdóttir 7., 87. - Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 32., Greta Mjöll Samúelsdóttir 49., Anna Birna Þorvarðardóttir 61., Jóna Kristín Hauksdóttir 68., 82.

Fylkir - Keflavík 3:0

Anna Björg Björnsdóttir 24., Rut Þórðardóttir 51., Sara Sigurlásdóttir 59.

Þór/KA - ÍR 5:1

Ásgerður Pálsdóttir (sjálfsm.) 18., Pamela Liddell 37., Arna Ásgrímsdóttir 60., Ivana Ivanovic 70., Rakel Hönnudóttir 72. - Daniela Ferreira Costa Veloso 59.

Staðan í Landsbankadeildinni eftir leiki kvöldsins
L U J T Mörk Stig
1. Valur 15 14 1 0 78:7 43
2. KR 15 13 1 1 69:17 40
3. Breiðablik 15 9 1 5 34:33 28
4. Keflavík 15 7 1 7 30:34 22
5. Stjarnan 15 5 3 7 23:30 18
6. Fjölnir 16 3 4 9 15:35 13
7. Þór/KA 15 4 1 10 17:42 13
8. Fylkir 15 3 3 9 19:38 12
9. ÍR 15 2 1 12 16:65 7
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert