Vésteinn: „Þetta verður ekki stærra“

Ólympíumeistarinn Gerd Kanter faðmar hér þjálfara sinn, Véstein Hafsteinsson, eftir …
Ólympíumeistarinn Gerd Kanter faðmar hér þjálfara sinn, Véstein Hafsteinsson, eftir sigurinn í kringlukastinu í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

„Ég er búinn að vera með þennan dreng í átta ár. Hann varð heimsmeistari í fyrra og Ólympíumeistari núna. Hann er búinn að fara úr 56 metrum í 73 metra á þessum tíma og ég verð nú bara að segja að ég er nokkuð stoltur yfir þessum árangri,“  sagði Vésteinn Hafsteinsson kringlukastþjálfari sem fagnaði gríðarlega þegar lærisveinn hans Gerd Kanter frá Eistlandi sigraði í kringlukastinu á Ólympíuleikunum í Peking.

Vésteinn var með íslenska fánann á lofti í áhorfendastúkunni þegar hann fagnaði með sínu fólki en hann leyndi ekki tilfinningum sínum þegar titillinn var í höfn.

„Það vantaði bara að íslenski fáninn yrði dreginn að húni og þjóðsönginn. Þá hefði ég bara farið ennþá meira að grenja. Ég er viss um að öll eistneska þjóðin var að horfa á þessa útsendingu og örugglega hann karl faðir minn á Selfossi einnig,“  sagði Vésteinn en hann hefur hug á því að halda áfram að þjálfa Kanter. „Það hafa þjálfarar verið reknir eftir að hafa landað meistaratitli í fótboltanum á Spáni. Ég býst ekki við að það verði uppi á teningnum hjá okkur. Gerd er 29 ára gamall og hann á enn mörg góð ár í fremstu röð og ég vil fá tækifæri til þess að taka þátt í því,“  sagði Vésteinn.

Nánar í Morgunblaðinu á morgun

Vésteinn Hafsteinsson.
Vésteinn Hafsteinsson. mbl.is/Brynjar Gauti
Gerd Kanter Ólympíu og heimsmeistari í kringlukasti fagnar gullinu í …
Gerd Kanter Ólympíu og heimsmeistari í kringlukasti fagnar gullinu í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert