Þriðja gullið hjá Bolt

Usain Bolt vann sitt þriðja Ólympíugull þegar boðhlaupssveit Jamaíka vann …
Usain Bolt vann sitt þriðja Ólympíugull þegar boðhlaupssveit Jamaíka vann gullið í 4x100 metra hlaupi og setti jafnframt heimsmet. Reuters

Jamaíkamaðurinn Usain Bolt fer heim af Ólympíuleikunum með þrenn gullverðlaun. Hann var í boðhlaupssveit Jamaíka sem vann gullið í 4x100 metra hlaupi og hljóp á tímanum 37,10 sekúndum sem er jafnframt nýtt heimsmet.

Nesta Carter hljóp fyrsta sprett Jamaíka-liðsins og Michael Frater tók við af honum. Usain Bolt hljóp svo þriðji og Asafa Powell tók endasprettinn. Var sveit Jamaíka tæpri sekúndu á undan næstu sveit, Trínidad og Tóbagó. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert