Guðmundur sprettmeistari karla (myndskeið)

Keppt var í hjólreiðasprett á Reykjavíkurleikunum í gærkvöldi. Hjólreiðaspretturinn fór fram á einni fegurstu götu miðborgarinnar, Skólavörðustíg. Byrjað var neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp um 70 metra leið að gatnamótum við Bergstaðastræti, tveir og tveir í einvígi. Keppnin átti að fara fram föstudaginn 29.janúar síðasliðinn en þá þurfti að fresta vegna veðurs og slæmra aðstæðna.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá úrslitaeinvígið í karlaflokki þar sem þeir Guðmundur B. Friðriksson og Helgi Berg Friðþjófsson mættust og Guðmundur hafði nauman sigur. Í þriðja sæti var Sæmundur Guðmundsson.

Sjá líka:

Kristín Edda sprettmeistari kvenna (myndskeið)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert