Glitnir segir að aðgerðir ríkisins hefðu átt að hefjast fyrr

Lengi hefur verið á það bent að rétt viðbrögð stjórnvalda við þeirri uppsveiflu í efnahagslífinu sem nú er að enda væri að draga úr framkvæmdum sínum. Með þeim hætti væri best myndað rými í hagkerfinu fyrir hinar miklu stóriðjuframkvæmdir. Það er sorgleg staðreynd að þó svo að þetta hafi verið vitað nokkuð áður en yfirstandandi þensluskeið hófst og þannig nægur tími verið til aðgerða, þá var lítið sem ekkert gert. Fjárfestingar hins opinbera jukust við upphaf þessa þensluskeiðs. Þá hefði átt að ráðast í þær aðgerðir sem farið er út í nú, að því er segir í Morgunkorni Glitnis um þær aðgerðir sem ríkisstjórn Íslands kynnti í gær.

Þar kemur fram að aðgerðir ríkisins sem tilkynnt var um í gær séu vel til þess fallnar að draga úr verðbólgu sem er mikil um þessar mundir eða um 8%. Þær ættu þannig að ná markmiði sínu. Aðgerðirnar felast í að draga úr framkvæmdum hins opinbera og útlánum Íbúðalánasjóðs. Samdráttur verður í fjárfestingum og neyslu á næstunni. Aðgerðir stjórnvalda munu auka við þennan samdrátt og hjálpa þannig til við að koma hagkerfinu í jafnvægi.

„Ljóst er að verð íbúðarhúsnæðis mun lækka á næstunni. Langtímavextir hafa hækkað, aðgengi að lánsfé versnað og kaupmáttur rýrnað. Þá er mikið framboð af nýju húsnæði að koma inn á markaðinn. Aðgerðir stjórnvalda sem tilkynnt var um í gær um að lækkun lánshlutfalls og hámarksláns Íbúðalánasjóðs kemur til með að valda því að þessi væntanlega verðlækkun verður meiri en ella og það vinnur á móti verðbólgunni. Hér er um að ræða þátt ríkisvaldsins í nýlegu samkomulagi aðila vinnumarkaðarins þar sem leitast var við að bæta kjör launamanna.

Stærsti hluti sparnaðar þessa launamanna er hins vegar fólgin í húsnæði og segja má að ávinningi af hækkun persónuafsláttar, hækkun barnabóta, endurskoðun vaxtabóta og launahækkunum sé að hluta til kippt til baka með því að rýra verðgildi þessa sparnaðar," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK