Nýr fjárfestingarbanki tekur til starfa um áramót

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson.

Milestone ehf. eignarhaldsfélag Karls Wernerssonar og fjölskyldu, verður kjölfestufjárfestir í nýjum fjárfestingarbanka, sem tekur til starfa um næstu áramót. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur verið ráðinn forstjóri nýja bankans frá og með 1. desember.

Að sögn Karls Wernerssonar verður eigið fé bankans á bilinu 10-15 milljarðar króna og er áætlað að starfsmenn verði 40-45 talsins. Karl sagði, að upplýst yrði á næstu vikum hverjir aðrir koma að stofnun bankans. Hann tók fram, að þessi áform hefðu ekki áhrif á eignarhlut Milestone í Glitni. Eignarhlutur Milestone í Glitni er 14,7%. Meðal annarra eigna Milestone er tryggingafélagið Sjóvá og L&H eignarhaldsfélagi, sem meðal annars rekur lyfjakeðjuna Lyf & heilsu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK