Segja vaxtahækkun auka líkur á harðri lendingu hagkerfisins

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Ómar

Hagfræðingar telja, að sú ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti um 0,25 prósentur í dag, auki hættuna á svonefndri harðri lendingu í núverandi hagsveiflu. Fréttavefurinn Bloomberg hefur eftir breskum hagfræðingi, Beat Siegenthaler, að þetta kunni að vera ástæðan fyrir því, að gengi krónunnar lækkaði þrátt fyrir vaxtahækkunina. Gengi krónunnar lækkaði um 1,36% í dag.

Siegenthaler segir að hætta skapist nú á því að afstaða Seðlabankans muni leiða til harðrar lendingar og samdráttar í íslensku efnahagslífi. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur hjá Kaupþingi Banka, segir Seðlabankann taka áhættuna á því að lendingin verði hörð miðað við efnahagsþróunina undanfarið.

Paul Rawkins, einn af yfirstjórnendum alþjóðlega matsfyrirtækisins Fitch Ratings, segir Seðlabankann nú í afar erfiðri stöðu því allt bendi til þess að samdráttur verði í íslensku efnahagslífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK