Bankarnir skila á bilinu 30-40 milljörðum í ríkiskassann

Gera má ráð fyrir að skatttekjur ríkissjóðs af hagnaði bankanna fjögurra, sem skráðir eru í Kauphöll Íslands, verði um 35 milljarðar króna, sem svara til nálægt 10% heildartekjum ríkissjóðs skv. fjárlögum. Þetta er mat Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings og lektors við Háskólann í Reykjavík, sem segir ljóst að árið 2006 hafi verið mjög gott fyrir bankana.

Glitnir, Kaupþing, Landsbankinn og Straumur-Burðarás skiluðu samtals 209 milljarða króna hagnaði á síðasta ári eftir skatta. Aðspurður um áhrif hagnaðarins á íslenskt efnahagslíf segir Ólafur að þau séu jákvæð. Hann segir það sérlega ánægjulegt, ekki síst í ljósi harðrar - og að sumu leyti ómálefnalegrar - gagnrýni sem beindist að bönkunum á síðasta ári.

Hann segir bankana haf tekið vel á málum og nú sé fjármögnunarvandi þeirra að baki. Auk þess hafi ávöxtun eigin fjá verið gífurlega góð.

Fram hefur komið að meira en helmingur tekna bankanna koma erlendis frá og Ólafur segir að hagnaðurinn komi væntanlega einnig frá útlöndum.

Hann segir að bankarnir séu þekkingarfyrirtæki með fjölda hámenntaðra starfsmanna á háum launum sem aftur skila miklum tekjum í ríkissjóð og sjóði sveitarfélaga.

Aðspurður segir hann að Icesave, sem er innlánsvara sem Landsbankinn bauð upp á síðasta haust í Bretlandi, tryggi stórfé í innlánum og skjóti jafnframt nýjum stoðum undir langtímafjármögnun hans.

Að sögn Ólafs hafa bankarnir ekki einvörðungu staðið að baki útrásinni heldur einnig að endurskipulagningu atvinnulífs hér á Íslandi.

Hann bendir á að bankakreppan á Norðurlöndum upp úr 1990 hafi haft lamandi áhrif á efnahaginn.

Hann segir Íslendinga búa vel að því að eiga traust bankakerfi. Þá segir hann styrk bankanna hafa farið vaxandi með hækkandi eiginfjárhlutfalli. Auk þess bendir hann á að efnahagsreikningur og eigið fé bankanna hafa vaxið stjarnfræðilega. Eignir þeirra svari til allrar framleiðslu í landinu á 8 til 10 ára bili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK