Nyhedsavisen mest lesna fríblaðið á Fjóni

Nokkur að fríblöðunum sem gefin eru út í Danmörku.
Nokkur að fríblöðunum sem gefin eru út í Danmörku. mbl.is/GSH

Blaðið Nyhedsavisen, sem Dagsbrun Media gefur út í Danmörku, er mest lesna fríblaðið á Fjóni en fríblaðið 24timer er mest lesið á öðrum svæðum í Danmörku þar sem því er dreift ókeypis í hús. Þriðja fríblaðið, Dato, hefur minnsta útbreiðslu en er þó næst mest lesið af fríblöðunum í Kaupmannahöfn og á Friðriksbergi.

Fram kemur á fréttavef Børsen að fríblöðin þrjú berjist hart um lesendur á einstökum svæðum í Danmörku. Þar hafi 24timer, sem JP/Politikens Hus gefur út, víðast hvar forustuna, einkum þó á Suður-, Norður- og Vestur-Jótlandi þar sem hinum blöðunum tveimur er ekki dreift með reglubundnum hætti.

Børsen vitnar til talna úr LæserBarometret, sem mælir fjölda lesenda fríblaðanna. Þar kemur fram að 54 þúsund manns á Fjóni lesa Nyhedsavisen að jafnaði, þar af 50 þúsund í Óðinsvéum eða litlu færri en lesa Fyens Stiftstidende, sem til þessa hefur haft yfirburðastöðu þar.

Í miðborg Kaupmannahafnar og á Friðriksbergi eru lesendur 24timer 85 þúsund, lesendur Dato eru 70 þúsund og lesendur Nyhedsavisen 48 þúsund. Á Kaupmannaghafnarsvæðinu öllu eru lesendur 24timer hins vegar 117 þúsund en Nyhedsavisen fylgir fast á eftir með 100 þúsund lesendur.

Alls lesa 464 þúsund Danir 24timer daglega, lesendur Nyhedsavisen voru 249 þúsund og lesendur Dato189 þúsund.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK