Verðbréf snarlækka á Wall Street; Dow niður um rúmlega 220 stig

Á Wall Street í dag.
Á Wall Street í dag. AP

Verðbréf hafa snarlækkað í verði á Wall Street í dag, og fór Dow Jones-vísitalan niður um rúmlega 220 stig. Lækkun hefur orðið á mörkuðum hvarvetna í heiminum í dag vegna vaxandi ótta við að hægja taki á í efnahagslífinu í Bandaríkjunum og Kína, og að hlutabréf séu orðin ofmetin.

Síðdegis var Dow Jones komin niður um 221,99 stig, eða 1,76 prósent, í 12.410 stig. Dow hefur ekki fallið um meira en 200 stig á einum degi síðan 17. maí í fyrra. Vísitalan er nú næstum þrem prósentum undir því sem hún stóð í við lokun fyrir um hálfum mánuði, en þá hafði hún aldrei staðið hærra við lokun markaðarins.

Aðrar vísitölur á Wall Street hafa einnig lækkað hastarlega í dag, bæði Standard & Poor´s og Nasdaq.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka