Bilun í tölvubúnaði flýtti falli Dow Jones-vísitölunnar

Á Wall Street.
Á Wall Street. AP

Bilun í tölvubúnaði kom af stað skyndilegu falli á Dow Jones-vísitölunni á Wall Street um miðjan dag á þriðjudaginn, og gerði þar með illt verra á degi sem þegar var orðinn harla dökkur í hlutabréfaviðskiptum. Vísitalan féll um 200 stig svo að segja um leið og skipt var yfir á varatölvukerfi eftir að í ljós kom að megintölvur Dow Jones & Co. réðu ekki fyllilega við öll þau miklu viðskipti sem fram fóru.

Dow fór mest niður um 546 stig á þriðjudaginn og var það mesta lækkun á einum degi í fimm ár. „Ég hef aldrei séð svona svakalegt hrun, og ég er búinn að vera í þessu í 47 ár,“ sagði Alfred E. Goldman, greinir á Wall Street.

Alls fóru fram 4,5 milljarðar viðskipta á þriðjdaginn, eða hátt í helmingi fleiri en á meðaldegi, en fjárfestar voru taugaóstyrkir í kjölfar tæplega níu prósenta falls á verði hlutabréfa í Shanghai sólarhringinn á undan.

Mikill fjöldi söluskipana olli því að flöskuháls myndaðist, en þegar varakerfið var ræst breyttist verðið mjög skyndilega og vísitalan féll í samræmi við það. Þrátt fyrir þessar tafir segir talsmaður Dow Jones & Co að lokaverð á þriðjudaginn hafi verið rétt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK