Nýskráningar bíla drógust saman um 35,4% í janúar

Nýskráningar bíla í janúar voru 1310 og er það 35,4% samdráttur frá fyrra ári. Síðastliðna 12 mánuði, til loka janúar, voru nýskráningar bíla 22.403 en það er 14,3% samdráttur frá fyrra tólf mánaða tímabili, að því er kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar.

Kreditkortavelta heimila var 15,1% meiri í janúar 2007 en í janúar á síðasta ári. Debetkortavelta jókst um 8% í janúar 2007 frá sama tíma árið áður. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar 2007 um 11,8%.

Kreditkortavelta Íslendinga erlendis jókst um 28,4% í janúar 2007 frá sama tíma árið áður. Erlend greiðslukortavelta hérlendis jókst um 28,2% í janúar 2007 borið saman við janúar 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK