Tap deCODE eykst milli ára

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Sverrir

Tap á rekstri deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, nam 85,5 milljónum dala á síðasta ári, jafnvirði rúmlega 5,8 milljarða króna, samanborið við 62,8 milljóna dala tap árið 2005. Tekjur félagsins námu 40,5 milljónum dala, jafnvirði 2,8 milljarða króna, samanborið við 44 milljóna dala tekur árið 2005.

Fram kemur í tilkynningu frá deCODE, að aukið tap skýrist af fjárfestingum vegna lyfjaprófana. Tap á hvern hlut nam 1,49 dölum samanborið við 1,17 dölum árið 2005. Í árslok hafði félagið 152 milljóna dala handbært fé, nærri 10,4 milljarða króna, samanborið við 155,6 milljónir dala í árslok 2005. Óinnleystar tekjur félagsins námu 9,8 milljónum dala.

Á fjórða ársfjórðungi nam tap á rekstri félagsins 23,1 milljónum dala samanborið við 21,1 milljón á sama tímabili árið áður. Tekjur námu 11,5 milljónum en voru 9,8 milljónir á síðasta fjórðungi ársins 2005.

Fram kemur í tilkynningunni, að rannsóknar- og þróunarkostnaður nam 57,1 milljón dala á síðasta ári samanborið við 43,7 milljónir árið áður. Þessi aukning stafar aðallega af tilraunum á lyfi, sem m ætlað er að minnka líkur á hjartaáföllum.

Kári Stefánsson, forstjóri deCODE, segir að stöðugt komi betur í ljós möguleikar fyrirtækisins á að framleiða ný lyf, sem byggja á líffræðilegum þáttum algengra sjúkdóma. Þá sé fyrirtækið að undirbúa að setja á markað rannsóknarpróf sem byggi á erfðarannsóknum og ætlað sé að auka skilning á sykursýki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK