Tíu hafa áhuga á því að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja

Heitavatnsrör Hitaveitu Suðurnesja.
Heitavatnsrör Hitaveitu Suðurnesja. Helgi Bjarnason

Tíu félög og fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á því að bjóða í 15% hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja hf, sem auglýstur var 7. mars síðastliðinn. Frestur til að tilkynna framkvæmdanefnd um einkavæðingu um það rann út í fyrradag.

Þetta eru Askar Capital hf, Atorka Group hf, Base ehf, Geysir Green Energy ehf, Impax New Energy Investors LP og Norvest ehf. og Saxbygg ehf. Þá hafa óstofnuð félög einnig áhuga, eitt í eigu starfsmanna Hitaveitu Suðurnesja og Sparisjóðs Keflavíkur o.fl, og annað í eigu Landsbanka Íslands hf, Harðar Jónssonar og Arnar Erlingssonar, óstofnað félag í eigu Gnúpverja ehf, Hvatningar ehf, Kaupfélags Suðurnesja svf, Nesfisks ehf. og Vísis hf.

Á næstu dögum og vikum verður aðilum gefinn kostur á frekari kynningu á fyrirtækinu, ásamt upplýsingum um söluferlið. Frestur til þess að skila inn bindandi verðtilboði er 30. apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK