179 kaupsamningar þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu 13. - 19. apríl

Heildarveltan á umræddu tímabili var 4.942 milljónir króna og meðalupphæð …
Heildarveltan á umræddu tímabili var 4.942 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,6 milljónir króna. mbl.is

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 13. apríl til og með 19. apríl 2007 var 179 samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Þar af voru 133 samningar um eignir í fjölbýli, 35 samningar um sérbýli og 11 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 4.942 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,6 milljónir króna.

Á sama tíma var 9 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli og 4 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 148 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,4 milljónir króna.

Á sama tíma var 10 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 216 milljónir króna og meðalupphæð á samning 21,6 milljónir króna.

Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK