Actavis hættir viðræðum við Merck

Róbert Wessman, forstjóri Actavis.
Róbert Wessman, forstjóri Actavis. mbl.is/Golli

Stjórn Actavis hefur ákveðið að ljúka viðræðum vegna hugsanlegra kaupa félagsins á samheitalyfjasviði lyfjafyrirtækisins Merck. Segir Actavis í tilkynningu, að stjórn félagsins telji tilboð, sem önnur fyrirtæki hafi lagt fram, vera orðin mun hærri en svo að það þjóni hagsmunum hluthafa Actavis að halda áfram samningaviðræðum.

Róbert Wessman, forstjóri Actavis, segir í tilkynningu að samruni Actavis og samheitalyfjasviðs Merck hefði getað verið áhugaverður. Félagið hafi hinsvegar mótað skýra stefnu um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem fjárfest sé í og með hagsmuni hluthafa að leiðarljósi hafi viðræðunum verið slitið.

Róbert segir að áherslur Actavis muni áfram beinast að því að efla undirliggjandi starfsemi félagsins og ná metnaðarfullum markmiðum fyrir árið. Framtíðarmöguleikar félagsins til áframhaldandi vaxtar og arðsemi séu sérlega góðir og áfram verði leitað leiða til að styrkja stöðu Actavis í hópi öflugustu samheitalyfjafyrirtækja heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK