Greining Glitnis spáir gengislækkun í haust

Greining Glitnis spáir því að gengi krónunnar muni hækka enn frekar á næstu mánuðum og að að krónan haldist sterk fram á haust en gefi þá eftir nokkuð snögglega. Gerir Glitnir ráð fyrir því að gengi evru fari í 81 krónu og dalur í 60 krónur en hækki síðan fram á mitt næsta ár samhliða hratt lækkandi stýrivöxtum Seðlabankans, minnkandi vaxtamun við útlönd, sem dragi úr áhuga fjárfesta á vaxtamunarviðskiptum, og miklum viðskiptahalla vegna ójafnvægis í hagkerfinu.

Greining Glitnis segist reikna með að gengislækkunin verði nokkuð snörp en slíkt sé ekki óalgeng eftir styrkingartímabil líku því sem nú sé gert ráð fyrir.

Segir Glitnir raunar nokkrar líkur eru á svokölluðu yfirskoti, þ.e. að gengi krónunnar fari tímabundið í lægra gildi en nauðsynlegt sé til að ná hagkerfinu í jafnvægi. Þannig kunni gengisvísitalan að fara tímabundið yfir 130 stig um mitt næsta ár, evran í 97 krónur og dalur fari hæst í 72 krónur. Í kjölfarið muni gengi krónunnar hækka nokkuð á ný á seinni helmingi næsta árs og að gengisvísitalan verði nálægt 127 stigum í lok næsta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK