Stærsti banki í Evrópu ætlar að eyða um 6,2 milljörðum í loftlagsverkefni

Stjórn HSBC, stærsta banki Evrópu að markaðsverðgildi, hefur ákveðið að eyða um 100 milljón dollurum í að styðja við ýmis verkefni sem snúast um að koma í veg fyrir loftlagsbreytingar. Verkefnin sem um ræðir er meðal annars hreinsun Ganges, Yangtze og Amazon fljótanna.

Fjármununum verður varið til fjögurra félagasamtaka sem hafa það að markmiði að minnka magn kolefnis í fjórum skógum, hreinsa fjögur stærstu fljót í heimi og stuðla að umhverfisvitund almennings í Kína og á Indlandi. HSBC mun úhluta peningum í þessi verkefni á næstu fimm árum.

Stjórnarformaður HSBC, Stephen Green, sagði í dag að líkt og einstaklingar, verði allar stofnanir samfélagsins að gangast við ábyrgð sinni í verndun umhverfisins. Skuldbinding bankans eru talin vera sú umfangsmesta sinnar tegundar í Bretlandi og munu stofnanirnar Climate Group, Earthwatch Institute, World Wide Fund for Nature og Smithsonian Tropical Research Institute njóta velvildar bankans.

Viðskiptamenn axla sífellt meiri ábyrgð

Á sama tíma og leiðtogar heims geta ekki komið sér saman um aðgerðir til að sporna við hlýnum jarðar, hafa forkólfar í viðskiptum beitt sér í æ ríkari mæli í þessum málaflokki og skemmst er að minnast þegar stærsta fjármögnunarstofnun Bandaríkjanna, Citigroup Inc.,skuldbatt sig fyrr í mánuðinum til að láta 50 milljarða dollara renna á 10 árum til umhverfisvænni valkosta í orkuöflun og tækninýjungum þar að lútandi.

HSBC, sem rekur útibú í Bretlandi, Evrópu, Asíu og í Ameríku, tilkynnti um nettóhagnað upp á 15,8 milljarða dollara á síðasta ári. Þetta er í annað sinn sem bankinn lætur fé af hendi rakna umhverfisverkefni til fimm ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK