Tilskipun um aukið gagnsæi á markaði

Björgvin G. Sigurðsson, nýr viðskiptaráðherra, fékk samþykki á fundi ríkisstjórnarinnar í gær til að leggja fram þrjú frumvörp á sumarþingi Alþingis. Hefur þeim verið breytt lítillega frá því að þau voru lögð fram á síðasta þingi en þau fengu ekki afgreiðslu þá. Um er að ræða frumvarp til laga um verðbréfaviðskipti, frumvarp til laga um kauphallir og lagafrumvarp um breytingar á lagaákvæðum um fjármálafyrirtæki.

Björgvin segir í samtali við Morgunblaðið að mikill þrýstingur hafi verið kominn frá fjármálafyrirtækjum að ná þessum frumvörpum í gegn. Eru þau byggð á tilskipunum Evrópusambandsins um markaði með fjármálagerninga (MiFID), sem bar að innleiða hér í janúar sl. Björgvin segir innleiðingu reglnanna hafa mikla þýðingu fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. Seinkun á innleiðingu geti leitt til þess að fyrirtækin missi af tækifærum sem í tilskipununum felast. Frekari seinkun geti jafnframt leitt til þess að fjármálafyrirtækjunum verði torveldað að starfa annars staðar á EES-svæðinu á grundvelli leyfis hér á landi.

Í frumvörpunum eru m.a. gerðar auknar kröfur til fyrirtækja með leyfi til verðbréfaviðskipta og kröfur um að gagnsæi þeirra og upplýsingagjöf verði aukin til muna. Eiga reglurnar að taka gildi 1. nóvember nk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK