Ólíklegt að aðilar í Eyjamönnum ehf. taki tilboði í Vinnslustöðvarbréf

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og talsmaður Eyjamanna ehf., segir um tilboð Stillu í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar, að öllum fyrirtækjum sé frjálst að kaupa og selja bréf á markaði. Hann telji hins vegar ólíklegt að sá hópur sem hann standi fyrir muni taka boði Stillu og selja sín bréf.

Sigurgeir segir einhver viðbrögð hafa verið komin við tilboði Eyjamanna, en verð á bréfum félagsins í kauphöllinni hefur verið að hækka og var síðast kringum 8,30 krónur á hlut. Tilboð Eyjamanna var upp á 4,60 krónur á hlut.

Varðandi það mat Stillu að tilboð Eyjamanna ehf. sé of lágt bendir Sigurgeir á að greiningardeildir bankanna hafi talið sanngjarnt verð á Vinnslustöðinni vera á bilinu 4,5 til 5, miðað við áframhaldandi sjóðstreymi í félaginu. Ekki sé hægt að miða eingöngu við hátt kvótaverð. „Menn geta ekki bæði átt kökuna og étið hana," sagði Sigurgeir Brynjar.

Hann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort félagið verði afskráð af markaði. Reynsla síðustu ára sýni að lítill áhugi hafi verið á sjávarútvegsfyrirtækjum í kauphöllinni og viðskipti verið lítil, um leið og eignarhald á fyrirtækjunum hafi verið þröngt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK