Novator gerir tilboð í allt hlutafé í Actavis Group

Novator eignarhaldsfélag, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert tilboð í allt hlutafé Actavis Group hf. sem er ekki þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa. Tilboðsverðið er 0,98 evrur í reiðufé fyrir hvern hlut í A-flokki, kvaða- og veðbandalausan.

Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9 þriðjudaginn 5. júní til kl. 16 þann 3. júlí. Er þetta í samræmi við yfirlýsingu frá Novator frá því í maí.

Novator hefur óskað eftir fundi með stjórn Actavis þar sem félagið mun gera stjórn grein fyrir einstaka þáttum tilboðsins. Er þess vænst að sá fundur geti farið fram nk. mánudag þann 4. júní 2007.

Björgólfur Thor Björgólfsson og Andri Sveinsson, sem eru stjórnarmenn í Actavis og tengjast tilboðsgjafa, hafa sagt sig frá umfjöllun stjórnar Actavis um tilboðið.

Upplýsingar um yfirtökutilboðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK