Spá tvöföldun eftirspurnar eftir áli

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Stjórnendur ástralska álframleiðandans Alumina spá því að eftirspurn eftir áli eigi eftir að tvöfaldast á næstu þrettán árum. Alumina og bandaríska álfyrirtækið Alcoa eiga í sameiningu álfélagið Alcoa World Alumina & Chemicals.

Forstjóri Alumina, John Marlay, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina CNBC í Asíu í morgun að þegar horft væri fram á við, eða til ársins 2020, þá geri áætlanir félagsins ráð fyrir því að notkun á áli muni tvöfaldast á næstu árum. Stór hluti af eftirspurnininni muni koma frá nýmarkaðslöndum og þá sérstaklega Kína.

Alumina á 40% í Alcoa World Alumina & Chemicals (AWAC) en Alcoa á 60% hlut. Alcoa er eigandi Reyðaáls á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK