Glitnir segir þáttatekjur óvenjumiklar á fyrsta ársfjórðungi

Seðlabankinn birti í gær tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta fjórðungi ársins. Halli á þáttatekjum og framlögum nettó var 8,5 milljarðar króna. Undir liðinn þáttatekjur innan viðskiptajöfnuðar fellur m.a. ávöxtun hlutafjár og er gerður greinarmunur á beinni fjárfestingu (ef hlutur í viðkomandi fyrirtæki er 10% eða stærri) og verðbréfafjárfestingu (ef hluturinn er minni en 10%). Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að verulega komi á óvart hversu hratt tekjur af ávöxtun hlutafjár hafa vaxið, en þær námu alls 65 milljörðum króna og hafa aldrei verið viðlíka miklar áður.

„Seðlabankinn skýrir þetta með því að hér sé um að ræða hlutdeild Íslendinga í hagnaði erlendra fyrirtækja, sem færður er til tekna og endurfjárfestur á sama tíma í fyrirtækjunum.

Vera kann að skýringanna sé að leita í fáum, stórum hagnaðarfærslum vegna sölu stórra eigna hinna erlendu fyrirtækja, og má þar nefna bókfærða afkomuhlutdeild Exista vegna sölu stórra eigna Sampo til Danske Bank, en Exista á ríflega 15% hlut í Sampo," samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK