Þinglýstum kaupsamningum fækkar heldur á höfuðborgarsvæðinu

Fasteignaviðskipti hafa verið lífleg undanfarið
Fasteignaviðskipti hafa verið lífleg undanfarið mbl.is/Árni Sæberg

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 20. júlí til og með 26. júlí 2007 var 203. Þar af voru 155 samningar um eignir í fjölbýli, 36 samningar um sérbýli og 12 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 6.328 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,2 milljónir króna. Að meðaltali hefur 233 kaupsamningum verið þinglýst á viku síðustu tólf vikur, samkvæmt vef Fasteignamats ríksisins.

Á sama tíma var 19 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 14 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir. Heildarveltan var 307 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,2 milljónir króna.

Á sama tíma var 12 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 6 samningar um eignir í fjölbýli og 6 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 267 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,3 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK