850 milljarðar hafa gufað upp í dönsku kauphöllinni

Fréttavefur danska viðskiptablaðsins Børsen segir að 70 milljarðar danskra króna, jafnvirði 850 milljarða íslenskra króna, hafi gufað upp í kauphöllinni í Kaupmannahöfn á síðustu tveimur sólarhringum. C20 hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 5,5% á síðustu 48 klukkustundum.

Børsen segir að samanlagt markaðsvirði fyrirtækjanna í C20 vísitölunni sé 1200 milljarðar danskra króna samanborið við 1270 milljarða króna þegar viðskiptum var hætt sl. miðvikudag.

Markaðsvirði norræna bankans Nordea hefur lækkað mest eða um 13,6 milljarða danskra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK