Ekki horfið frá núverandi vaxtastefnu

Seðlabankar Evrópu og Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að þeir hyggist ekki hverfa frá núverandi vaxtastefnu sinni en nokkur þrýstingur hefur verið á Seðlabanka Bandaríkjanna að lækka vexti til að draga úr áhættu á samdrætti í Bandarísku efnahagslífi.

Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að sama skapi hefur Seðlabanki Evrópu legið undir gagnrýni fyrir að ætla halda áfram að hækka vexti sem er talið geta aukið áhættu á gjaldþrotum fyrirtækja í álfunni því aðgangur að fjármagni hefur minnkað mikið.

Bankastjórar beggja Seðlabankanna hafa þó líst því yfir að þeir hyggist ekki hverfa frá núverandi vaxtastefnu og telja ástandið ekki það alvarlegt að þörf sé á vaxtalækkun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK