Íslensku bankarnir standast álagspróf Fjármálaeftirlitsins

Íslensku viðskiptabankarnir og fjárfestingabankinn Straumur-Burðarás standast allir álagspróf Fjármálaeftirlitsins sem eftirlitið framkvæmir með reglubundnum hætti. Álagsprófið gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki standist samtímis áföll í formi tiltekinnar lækkunar á hlutabréfum, markaðsskuldabréfum, útlánum og eignum og áhrifa af lækkun á gengi íslensku krónunnar án þess að eiginfjárhlutfallið fari niður fyrir lögboðið lágmark.

Til viðbótar hinu formlega álagsprófi framkvæmir Fjármálaeftirlitið ýmis álagspróf eftir því sem ástæða þykir til. Unnið er að endurskoðun viðmiða sem beitt er í álagsprófinu og aðferðafræði í því sambandi, m.a. með hliðsjón að kröfum sem gerðar eru samkvæmt alþjóðlegum eiginfjárreglum.

Á heimasíðu Fjármálaeftirlitsins segir Jónas Fr. Jónsson, forstjóri stofnunarinnar, að niðurstaða álagsprófsins sýni að að undirstöður íslensku bankanna séu traustar og að eiginfjárstaða þeirra sé sterk og bankarnir geti staðist veruleg áföll.

Jónas segir þessa sterku stöðu mikilvæga í ljósi þess umróts sem verið hefur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í kjölfar vandræða á bandarískum húsnæðislánamarkaði.

,,Þau gögn sem við höfum aflað sýna að áhætta tengd bandarískum fjármálagerningum af þessu tagi eru takmörkuð hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum eða um 3% af eiginfjárgrunni þeirra. Engu að síður sýnir órói síðustu vikna mikilvægi þess að fjármálafyrirtæki hugi vel að eignagæðum” segir Jónas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK