King Pharma vill koma í veg fyrir framleiðslu Actavis á samheitalyfi

Breska lyfjafyrirtækið King Pharma segist ætla að höfða mál til að vernda einkaleyfi sitt á verkjalyfinu Avinza en King segist hafa frétt af því að íslenska fyrirtækið Actavis hafi lagt fram skjöl hjá bandaríska lyfjaeftirlitinu og hyggist hefja framleiðslu á samheitalyfi. King segir að einkaleyfið á Avinza gildi til ársins 2017.

Í tilkynningu, sem King sendi frá sér í gær, segir að fyrirtækið muni verja einkaleyfið. Haft er eftir talsmanni King, að lögmenn King muni hefja málssókn innan 45 daga og fyrirtækin muni væntanlega mætast fyrir rétti í Bandaríkjunum.

King keypti framleiðsluréttinn á Avinza, sem er morfínlyf, af Ligand Pharmaceuticals Inc. í febrúar á þessu ári fyrir 246 milljónir dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK