Goldman Sachs og Ólafur Jóhann að eignast 8,5% í Geysir Green

Fyrirtækið Geysir Green Energy segir að viðræður um að bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs og Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og framkvæmdastjóri hjá Time Warner, gangi til liðs við Geysi Green Energy séu á lokastigi. Samanlögð fjárfesting hinna nýju hluthafa muni jafngilda um 8,5% af hlutafé Geysis Green Energy.

Fjárfestingar Geysis Green Energy nema nú jafnvirði ríflega 40 milljarða íslenskra króna á öllum sviðum jarðhitaiðnaðar, í rannsóknum og þróun jarðahitasvæða, borunum og rekstri orkuvera og hitaveitna.

Geysir Green Energy eignaðist nýlega Jarðboranir og er annar stærsti hluthafi Hitaveitu Suðurnesja. Þá er félagið annar af stærstu hluthöfum Exorku International með 46% hlut, á 44% hlut í Enex og 33% í Enex Kína ehf. Þá er Geysir Green Energy einn af stærstu hluthöfunum í kanadíska fyrirtækinu Western GeoPower sem vinnur að þróun jarðhitaverkefna í Norður Ameríku.

FL Group á 43% hlut í Geysir Green Energy og Atorka Group á 32%. Aðrir hluthafar eru Glitnir banki, VGK Invest, Bar Holding og Reykjanesbær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK