Icelandair Group kaupir tékkneskt flugfélag

Icelandair Group hefur undirritað sammning um kaup á tékkneska flugfélaginu Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi í Tékklandi. Travel Service rekur leiguflugsstarfsemi einkum frá Prag og Búdapest og á einnig og rekur lágjaldaflugfélagið Smart Wings. Heildarvelta Travel Service á árinu 2006 var um 18 milljarðar króna en félagið rekur alls 12 Boeing 737-800 og 737-500 farþegaþotur og flutti um 1,8 milljónir farþega á síðasta ári.

Í tilkynningu kemur fram, að Icelandair Group kaupi 50% í félaginu núna og í það minnsta 30% á árinu 2008. Samkomulag hafi náðst við núverandi eigendur um áframhaldandi minnihluta aðkomu að félaginu og stjórnarsetu tengda því. Kaupin verða fjármögnuð að hluta til með lánsfé sem og úr eigin sjóðum félagsins.

Eftir kaupin verður áætluð velta Icelandair Group fyrir árið 2007 um 72 milljarðar króna, sem er um 30% aukning frá rekstrarárinu 2006. Áætlað er að velta Icelandair Group verði yfir 80 milljarðar króna á ársgrundvelli eftir kaupin á Travel Service.

Icelandair Group keypti á síðasta ári flugfélagið Latcharter í Lettlandi.

Behrens Corporate Finance var ráðgjafi Icelandair Group í samningnum. Samningurinn fer nú til umfjöllunar hjá samkeppnisyfirvöldum í Tékklandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK