Nokia kaupir Navteq á 8,1 milljarð dala

Finnska farsímafyrirtækið Nokia er að kaupa bandaríska kortagerðafyrirtækið Navteq á 8,1 milljarð dala. Nokia greiðir 78 dali á hlut fyrir Navteq sem framleiðir stafræn kort.

Stjórnir félaganna tveggja hafa samþykkt kaupin en samkeppnisyfirvöld eiga eftir að samþykkja samrunann sem og hluthafar Navteq.

Navteq á vefinn Traffic.com, sem er gagnvirkur upplýsingavefur um umferð. Navteq var stofnað árið 1985 og eru starfsmenn þess um þrjú þúsund talsins í 30 löndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK