Ekkert lát virðist á einkaneyslu

Sala á sementi til húsbygginga hefur verið talinn góður mælikvarði …
Sala á sementi til húsbygginga hefur verið talinn góður mælikvarði á umsvif í hagkerfinu.

Seðlabankinn segir, að vísbendingar um einkaneyslu í október bendi til svipaðs vaxtar og var á þriðja fjórðungi ársins. Fram kemur m.a. í hagvísum bankans, að heildarsala sements var u.þ.b. jafnmikil fyrstu tíu mánuði ársins og á sama tímabili í fyrra, þrátt fyrir samdrátt í sölu til stóriðju. Í október var sementssala án stóriðju 11½% meiri en á sama tíma í fyrra, sem er ívið meiri vöxtur en á þriðja fjórðungi ársins.

Í október nam árshækkun dagvöruveltu rúmlega 14% að raunvirði, en tæpum 13% á þriðja fjórðungi ársins. Greiðslukortavelta einstaklinga innanlands í október var að raungildi 12½% meiri en fyrir ári, en á þriðja fjórðungi ársins var ársvöxturinn tæplega 13%.

Nýskráningum biíla fjölgaði í október um rúmlega 37% frá sama tíma í fyrra en höfðu aukist um tæplega fimmtung á þriðja fjórðungi ársins eftir samdrátt á fyrri helmingi ársins. Nánast jafnmargir bílar voru skráðir fyrstu tíu mánuði ársins og á sama tíma í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK