Hafa misst trúna á Íslandi

Gengishrun íslensku krónunnar í nóvember er skýrt merki þess að erlendir fjárfestar hafa misst trúna á íslensku efnahagslífi og áhrif hundadagakreppunnar á íslenska hagkerfið munu smita frá sér inn í danskt efnahagslíf. Þetta segir Jan Størup Nielsen, hagfræðingur hjá Fionia Bank í Danmörku, í samtali við netposten.dk. Jafnframt segir hann Seðlabankann gera rétt í að hækka stýrivexti en það sé þó spurning hvort nóg sé gert.

„Verðbólga er mikil, greiðsluhallinn við útlönd er þrisvar sinnum meiri, sem hlutfall af landsframleiðslu, en í Bandaríkjunum og hagvöxtur fer lækkandi. Þetta er hinn hrái veruleiki sem tígrishagkerfi N-Atlantshafsins býr við. En vandamálið er þó ekki einangrað við Ísland því dönsk fyrirtæki í eigu Íslendinga eru einnig í hættu,“ segir í grein netposten.dk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK