Hlutabréf ekki lægri í 1½ ár

Þróun Úrvalsvísitölunnar undanfarið ár.
Þróun Úrvalsvísitölunnar undanfarið ár.

Enn lækkuðu hlutabréf í verði í Kauphöll Íslands í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 3,27% og er 5943 stig. Hefur vísitalan ekki endaði undir 6000 stigum frá því í ágúst 2006. Aðeins hlutabréf eins fyrirtækis hækkaði í dag: Marels um 0,5%.

Gengi bréfa SPRON lækkaði um 6,3%, bréf Exista um 6,2% og  FL Group um 4,73%.

Fyrstu tvo viðskiptadaga ársins hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 5,9% sem er   versta ársbyrjun íslenskrar hlutabréfavísitölu frá upphafi, þ.e. árinu 1993. Næst versta byrjunin var í ársbyrjun 2001 þegar Úrvalsvísitalan lækkaði um tæplega 3% fyrstu tvo viðskiptadaga ársins, að því er kemur fram í Vegvísi Landsbankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka